Um okkur

Þetta byrjaði sem samstarfsverkefni mæðgina í byrjun ársins 2019.  Móðirin með áhuga á fallegum en jafnframt nytsamlegum fatnaði og sonurinn með áherslu á þægindi og útlit.   Bæði vorum við sammála um að það vantaði fallegan fatnað sem hentar skammdeginu á Íslandi.  Saman byrjuðu við að spá í hvernig væri best að koma þessu á blað, því næst kom hönnun á húfum og útkoman varð Glóandi.  Smátt og smátt hafa svo aðrar vörutegundir bæst við.

Við erum með fjöldan allan af hugmyndum sem okkur langar til að framkvæma og bjóða upp á í framtíðinni. Þær tengjast allar því að sjást í myrkrinu og höfða til ólíkra hópa sem eru á ferðinni í skammdeginu.

Vara sem gefur

Glóandi vill leggja sitt af mörkum til að gera heiminn betri.  Í framtíðinni er markmiðið að gefa hluta af hverri sölu til góðra málefna.    Hljóti Glóandi góðar viðtökur verður þetta markmið að veruleika og það vonum við svo sannarlega að verði!  Jafnframt reynum við eftir bestu getu að vera umhverfisvæn.

Fjölskyldan

Glóandi er fjölskyldufyrirtæki sem hefur öryggi fjölskyldumeðlima að leiðarljósi en leggur jafnframt áherslu á gæði, fallegt útlit og þægindi.   Við reynum að höfða til allra í fjölskyldunni - barnanna, unglinganna og fullorðna fólksins.

Ummæli viðskiptavina

"Dóttir mín elskar nýju húfuna sína"

" Snilldar húfur! Afar lukkulegur drengur á þessum bæ"

" Ég nota hana alltaf þegar ég fer út að labba með hundinn!"

"Í fyrsta skipti sem unglingurinn samþykkir að vera með endurskin"

"Ég nota almennt ekki húfur en elska þessa"

"Eyrnaböndin eru svo frábær og hlý"

"Þessar skóreimar eru algjör snilld!"

Finndu okkur á samfélagsmiðlum

Við erum á Facebook  www.facebook.com/gloandi og Instragram www.instagram.com/gloandivorur