Terms

 

 

SKILMÁLAR

1.Afgreiðsla pantana
Hægt er að greiða fyrir pöntun með VISA, MASTERCARD og AMERICAN EXPRESS í greiðslugátt Borgunar.
Eftir að vara hefur verið greidd er hún póstlögð innan 2ja virkra daga. Við tökum ekki ábyrgð á sendingu eftir að hún fer frá okkur.

2. Afhending vöru
Við sendum vörur innanlands og leggst sendingarkostnaður við vöruverð þegar greitt er í greiðslugáttinni.  Sé óskað eftir að senda vöru erlendis er hægt að hafa samband við okkur og við gerum okkar besta til að aðstoða.

3. Vöruskil
14 daga skilaréttur er á öllum vörum í vefverslun að því tilskildu að varan sé óskemmd, ónotuð og í upprunalegum umbúðum.   Greiðslukvittun fyrir vörukaupunum skal jafnframt fylgja með þegar vöru er skilað.  Vara sem afgreidd er í vefverslun má skila gegn endurgreiðslu sé hún póstlögð innan viku frá móttöku og vöruskil eru tilkynnt á netfangið gloandivorur@gmail.com .  Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda.   Vörur eru endurgreiddar með sama máta og upphaflega var greitt með. Endurgreiðsla er framkvæmd þegar skilavara hefur borist. Ekki er hægt að taka staðfestingu á sendingarnúmeri frá Póstinum sem staðfestingu á vöruskilum.
Endurgreiðslur inn á greiðslukort eru framkvæmdar næsta virka dag. Ef um er að ræða debitkort, þá gæti þurft að millifæra í einstaka tilfellum. Við verðum þá í sambandi við þig til að fá viðeigandi upplýsingar.
Ekki er þó hægt að skila vörum sem komnar eru á útsölu eða tilboð.

4. Gölluð vara
Sé vara gölluð þarf að tilkynna okkur það með því að senda tölvupóst á netfangið gloandivorur@gmail.com eða senda okkur skilaboð í gegnum heimasíðuna gloandi.is innan viku frá móttöku vörunnar. Sé vara sannanlega gölluð þá sendum við þér nýja vöru þegar við höfum móttekið gölluðu vöruna. Endursending gallaðrar vöru er á kostnað sendanda en við sendum nýja vöru endurgjalslaust. Sé vara uppseld og því ekki unnt að senda sömu eða sambærilega vöru í stað þeirrar gölluðu, er vara endurgreidd í sama formi og greitt var fyrir vöru upphaflega.   Athugið að  það telst ekki galli og við berum ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af þvotti, vanrækslu, slysni, venjulegu sliti eða eðlilegu litartapi sem verður vegna notkunar eða aldurs vöru.  Til að meta hvort vara sé sannanlega gölluð þarf að skila henni til okkar ásamt greiðslukvittun.

5. Öryggi og trúnaður
Við erum þakklát fyrir viðskiptin og vonumst til að fá þig sem oftast á heimasíðuna okkar. Allar upplýsingar sem verða til við það að panta hjá okkur vörur eru þín eign og við gefum þær ekki upp undir neinum kringumstæðum, hvorki til þjónustuaðila okkar né þriðja aðila.   Fjármálatengdar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að innheimta greiðslu fyrir þær vörur sem þú verslar.

6. Varnarþing
Ef þú ert ósátt/ur við eitthvað í viðskiptum við okkur þá viljum við að sjálfsögðu leysa málin á vinalegan hátt. Ef það tekst ekki og allt fer á versta veg þá er varnarþingið við Héraðsdóm Reykjavíkur en að sjálfsögðu vonumst við til að þurfa aldrei að nýta þjónustu þeirra

7. Upplýsingar um seljanda

Glóandi